Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boris Spassky er látinn

Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó.

Upp­sögnin komi SFV í opna skjöldu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.

Bein út­sending: Gera aðra at­lögu að tunglinu

Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld.

„En við munum sjá til þess að allt fari vel“

Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar.

Óbólusett barn lést vegna mis­linga

Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015.

Setur háa tolla á Evrópu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin.

Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki. Löregluþjónar fóru á vettvang, ræddu við starfsmenn og ætluðu að skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækisins en kom þá í ljós að innbrotsþjófurinn var enn þar inni.

Bein út­sending: Öryggis­mál í önd­vegi

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið, halda í dag málþing um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Þar munu utanríkisráðherra og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar ræða helstu áskoranir Íslands í alþjóðamálum og hvernig megi tryggja öryggi landsins.

Sjá meira