Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Lögreglan í San Ramon í Kaliforníu í Bandaríkjunum rannsakar nú mjög svo óhefðbundið rán í skartgripaverslun í bænum. Ránið var framið á mánudaginn en þá ruddust á þriðja tug grímuklæddra manna, sumir vopnaðir byssum, aðrir hökum og kylfum og nokkrir eingöngu með innkaupapoka, og létu greipar sópa um verslunina. 27.9.2025 11:06
Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í gær ný skjöl sem nefndin fékk nýverið frá dánarbúi barnaníðingsins látna, Jeffreys Epstein. Ýmis nöfn koma fram í skjölunum, sem eru meðal annars úr dagbók Epsteins, en þeirra á meðal eru Elon Musk, Peter Thiel, Steve Bannon og Andrés Bretaprins. 27.9.2025 10:15
Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. 27.9.2025 08:56
Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. 27.9.2025 08:18
Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og að miklu leyti vegna ölvunar í miðbænum. Alls voru 79 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í gær og til fimm í morgun og gistu tíu í fangaklefa í nótt. 27.9.2025 07:45
Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins skrifuðu í dag undir samrunasamning. Ekki verður þó af samrunanum nema hann verði samþykktur á sjóðfélagafundum og af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 26.9.2025 16:26
Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. 26.9.2025 16:12
Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. 26.9.2025 13:15
Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum. 26.9.2025 10:58
„Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Gífurlega mikið vatn er í Jökulsá í Lóni, eftir mikla rigningu á svæðinu, og hefur hringvegurinn farið í sundur vestur. Íbúi á svæðinu segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Jökulsá. 26.9.2025 10:03