Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins Houston Dynamo sendu frá sér afsökunarbeiðni og buðu stuðningsmönnum frímiða vegna þess hvernig lið andstæðinga þeirra var skipað í gærkvöld. 3.3.2025 07:30
Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hinn tvítugi Alejandro Garnacho þurfi að greiða fyrir kvöldmáltíð handa öllum liðsfélögum sínum vegna þess hvernig hann lét á miðvikudagskvöld. 28.2.2025 14:29
Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 28.2.2025 11:51
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28.2.2025 11:02
GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. 28.2.2025 10:01
Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans. 27.2.2025 14:59
„Ég elska að vera á Íslandi“ Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. 27.2.2025 11:03
Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. 27.2.2025 10:03
Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn. 27.2.2025 08:00
Sveinn spilar í fimmta landinu Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í. 26.2.2025 13:31