Algjör martröð eins manns þegar Celtic vann erkióvininn Skotlandsmeistaratitilinn blasir við Brendan Rodgers og hans mönnum í Celtic eftir 2-1 sigur á erkifjendunum í Rangers í Glasgow í dag. 11.5.2024 13:54
Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. 11.5.2024 13:41
Gvardiol skaut City á toppinn Manchester City var í stuði gegn Fulham í dag og kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nú þegar meistararnir eiga tvo leiki eftir. 11.5.2024 13:22
Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. 11.5.2024 12:30
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11.5.2024 12:01
Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. 11.5.2024 11:23
Hávær kynlífshljóð trufluðu Doncic Stutt hlé varð á blaðamannafundi körfuboltastjörnunnar Luka Doncic í fyrrakvöld vegna þess að háværar stunur fóru að heyrast í hátölurunum. Doncic var þó fljótur að slá á létta strengi. 11.5.2024 10:21
Sjáðu frábært spil skila tveimur mörkum í Garðabæ Mörkin tvö í Garðabæ í gær, þegar Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, voru ekki sérstaklega ólík. Mörkin má nú sjá á Vísi. 11.5.2024 09:42
Sá besti ekki búinn að segja sitt síðasta orð Nikola Jokic var í aðalhlutverki þegar meistarar Denver Nuggets náðu sínum fyrsta sigri í einvíginu við Minnesota Timberwolves með 117-90 sigri í nótt. Indiana Pacers minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við New York Knicks. 11.5.2024 09:28
Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. 9.5.2024 22:00