Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. 30.4.2024 11:27
Hundfúll og ýtti ungum KR-krökkum frá sér: „Ekki fallegt að sjá“ Hollenski markvörðurinn Guy Smit gekk hundfúll af velli eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudagskvöld, og bandaði frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu. 30.4.2024 11:01
„Mo Salah sá sem að gekk of langt“ Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni. 30.4.2024 10:01
Syrgir fimmtán mánaða son sinn Þungavigtarboxarinn og fyrrverandi UFC-meistarinn Francis Ngannou syrgir nú fimmtán mánaða son sinn, Kobe, sem lést. 30.4.2024 08:00
LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. 30.4.2024 07:31
Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. 29.4.2024 16:30
Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29.4.2024 13:01
Ákærður fyrir að slá barn sitt með blautu handklæði Á meðan að norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen býr sig undir að verja ólympíumeistaratitil sinn í 1.500 metra hlaupi í sumar hefur pabbi hans, Gjert Ingebrigtsen, verið ákærður fyrir ofbeldi gegn einu barna sinna. 29.4.2024 11:36
Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. 29.4.2024 11:01
Kári tók spaðann fram og vann tíunda titilinn Kári Gunnarsson úr TBR og Gerda Voitechovskaja úr BH urðu um helgina Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton þegar Meistaramóti Íslands lauk í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 29.4.2024 10:30