Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. 29.4.2024 11:01
Kári tók spaðann fram og vann tíunda titilinn Kári Gunnarsson úr TBR og Gerda Voitechovskaja úr BH urðu um helgina Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton þegar Meistaramóti Íslands lauk í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 29.4.2024 10:30
Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. 29.4.2024 08:02
Fyrstir áfram en þjálfarinn meiddist alvarlega þegar leikmaður hans lenti á honum Minnesota Timberwolves urðu í gærkvöld fyrstir til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Risaframmistaða Devin Booker dugði Phoenix Suns ekki. 29.4.2024 07:31
Glugginn að lokast – Íslandsmeistari í KFA og Málfríður heim Félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum lokast á miðnætti annað kvöld og því fer hver að verða síðastur að styrkja sitt lið fyrir sumarið. 23.4.2024 17:15
Skorar tíðast allra en missir enn af leikjum Liverpool Portúgalinn Diogo Jota missir af næstu þremur leikjum Liverpool hið minnsta vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur þegar misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þó skorað tíu mörk. 23.4.2024 16:00
Segir viðbrögð fjölmiðla til skammar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur umfjöllun fjölmiðla hafa verið til skammar eftir að liðið sló út B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. 23.4.2024 15:00
Ísland hefði mátt taka 26 leikmenn á EM Þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumóti karla í fótbolta í Þýskalandi í sumar mega taka með sér 26 leikmanna hópa, þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi ekki áhrif núna. 23.4.2024 14:31
„Ég fékk alla vega mat í dag“ „Auðvitað er ekkert gaman að þetta sé í fréttunum en þetta hefur alla vega ekki áhrif á okkur leikmenn eins og er.“ Þetta segir fótboltakonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Lilleström í Noregi, eftir slæmar fréttir af fjárhagsstöðu félagsins. 23.4.2024 13:31
Árs bann fyrir árás á eftirlitsmann og þjálfarinn fékk líka bann Króatíska handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrskurða Slóvenann Marko Bezjak í tólf mánaða bann vegna árásar hans á eftirlitsmann í toppslag Nexe og Zagreb í efstu deild Króatíu í handbolta, fyrr í þessum mánuði. 23.4.2024 11:30