Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. 17.1.2024 10:30
„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. 17.1.2024 07:30
Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. 16.1.2024 16:09
„Þá verður þetta aðeins persónulegra“ Fyrirliðinn Aron Pálmarsson segir að leikur við Ungverjaland sé „aðeins persónulegri“ en aðrir leikir á EM í handbolta. Fram undan sé hörkuleikur í kvöld sem jafnframt sker úr um hvaða lið endar á toppi C-riðils og fer með fullt hús stiga í milliriðla. 16.1.2024 15:00
Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16.1.2024 13:38
„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. 16.1.2024 13:30
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16.1.2024 12:02
Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16.1.2024 08:01
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15.1.2024 22:01
Jólagjafir, tölvur og nóg af nærbuxum í töskunni Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eru margir orðnir býsna vanir því að verja janúar á hóteli – á stórmóti. Helsta vopn þeirra til að drepa tímann með á vonandi löngu móti í Þýskalandi eru Ipadar og aðrar tölvur. 15.1.2024 12:01