Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­land komið á­fram áður en leikur hefst?

Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni.

Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra?

Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30.

Haukur og Donni ekki með í dag

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur ákveðið að hafa þá Hauk Þrastarson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps í leiknum við Svartfjallaland sem hefst klukkan 17.

„Einar er ó­geðs­lega góður í þessu“

„Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag.

„Við erum með frá­bæra sóknar­menn“

Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn.

„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það.

„Hitti hann á­gæt­lega í and­litið“

Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag.

„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“

„Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi.

EM í dag: Síðast endaði Ís­land á að vinna verð­laun

Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu.

Sjá meira