Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 11:04 Aron Pálmarsson er vanur að vera númer 4 en verður í treyju númer 44 hjá hinu sigursæla liði Veszprém. Veszprém Handball Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017. Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira