Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12.1.2024 22:32
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12.1.2024 15:30
„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12.1.2024 13:01
„Held að ég sé góður í þessu“ Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum. 12.1.2024 10:00
„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. 12.1.2024 08:00
„Reynslunni ríkari í dag“ Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. 11.1.2024 14:30
Myndir: Einar með húfu og Skítamórall á fyrstu æfingu Eftirvæntingin leyndi sér ekki á fyrstu æfingu strákanna okkar í Ólympíuhöllinni í Münhen í morgun, daginn fyrir fyrsta leik á EM í handbolta, en létt var yfir mannskapnum. 11.1.2024 11:30
Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11.1.2024 09:18
„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11.1.2024 08:00
Katla María sú þriðja íslenska hjá Örebro Knattspyrnukonan Katla María Þórðardóttir, sem borið hefur fyrirliðabandið í leikjum U23-landsliðsins á þessu ári, er farin frá Selfossi út í atvinnumennsku og hefur samið við sænska félagið Örebro. 9.1.2024 17:01