Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. 7.3.2024 22:46
Markasúpa í Mílanó en West Ham er undir AC Milan vann Slavia Prag, 4-2, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Á sama tíma hafði Freiburg betur gegn West Ham, 1-0, í Þýskalandi. 7.3.2024 22:05
Chelsea í úrslit fimmta árið í röð Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra. 7.3.2024 21:30
Blikar enduðu efstir og fara áfram Breiðabliki tókst að tryggja sér efsta sæti síns riðils í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta karla, á markatölu, en liðið vann Keflavík 4-0 á Kópavogsvelli í kvöld. 7.3.2024 21:20
Viggó og Aldís Ásta markahæst en misánægð Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Leipzig í kvöld þegar liðið vann tveggja marka sigur á Stuttgart, gamla liðinu hans Viggós, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Lokatölur 27-25. 7.3.2024 20:33
Roma lék Brighton grátt en Leverkusen slapp með skrekkinn Roma kom sér langleiðina í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta með frábærum 4-0 sigri gegn Brighton í Rómarborg í kvöld. 7.3.2024 20:09
Íslendingaliðið fékk síðasta farmiðann Íslendingarnir þrír í Evrópumeistaraliði Magdeburg fögnuðu góðum 30-28 sigri gegn Veszprém á útivelli í Ungverjalandi í kvöld, sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 7.3.2024 20:03
Kristian þarf sigur á Englandi en Hákon í toppmálum Staðan er misgóð hjá félögunum úr íslenska landsliðinu í fótbolta, þeim Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristiani Nökkva Hlynssyni, í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. 7.3.2024 19:53
Liverpool tryggði sig nánast áfram Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool. 7.3.2024 19:43
Sárkvalinn með putta sem að fólki hryllir við Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. 7.3.2024 07:01