Segir stjóra Tottenham gera fótboltann að betri stað Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði kollega sínum hjá Tottenham, Ange Postecoglou, fyrir stórleik liðanna í Manchester á sunnudaginn. 1.12.2023 16:31
Everton áfrýjaði þyngsta dómnum Enska knattspyrnufélagið Everton hefur áfrýjað dómnum sem fól í sér að liðið missti tíu stig á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. 1.12.2023 16:00
Grindvískur blær yfir úrslitakvöldi í beinni útsendingu Það verður sannkölluð píluveisla á Bullseye á Snorrabraut um helgina. Í kvöld ræðst hver stendur uppi sem sigurvegari í Úrvalsdeildinni, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1.12.2023 14:31
Kýldi Rúnar og var rekinn af velli Ljótt atvik átti sér stað í leik Hauka og Fram í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi sem varð til þess að leikmanni Hauka var vísað af leikvelli. 1.12.2023 13:46
Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. 1.12.2023 11:30
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19.11.2023 22:30
Jón Dagur um Ronaldo: „Hann ýtti mér eitthvað“ „Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld. 19.11.2023 22:06
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir. 16.11.2023 22:20
„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16.11.2023 22:01
„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. 27.10.2023 21:22