Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10.8.2023 12:31
Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. 10.8.2023 12:16
„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10.8.2023 10:30
Tottenham samþykkti tilboð í Kane Einni stærstu félagaskiptasögu sumarsins í fótboltanum gæti verið að ljúka því enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt tilboð í framherjann Harry Kane. 10.8.2023 09:52
Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. 9.8.2023 16:32
Fundu nýjan stjóra strax fyrir leikinn við Man. Utd Úlfarnir eru komnir með nýjan knattspyrnustjóra nú þegar aðeins fimm dagar eru þar til að þeir hefja keppnistímabil sitt í ensku úrvalsdeildinni með leik við Manchester United. 9.8.2023 16:01
Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. 9.8.2023 14:31
Birkir snýr aftur í ítalska boltann Birkir Bjarnason ferðast til Ítalíu í dag og mun samkvæmt heimildum Vísis skrifa formlega undir samning við sitt gamla knattspyrnufélag Brescia í kvöld. 9.8.2023 13:31
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9.8.2023 12:00
Martin ekki með í Tyrklandi Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið tólf manna hóp sem keppir í forkeppni Ólympíuleikanna, í Tyrklandi. 9.8.2023 10:16