Maguire að kveðja Man. Utd West Ham hefur komist að samkomulagi við Manchester United um kaup á enska landsliðsmiðverðinum Harry Maguire. 9.8.2023 09:24
Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi. 8.8.2023 15:37
Birkir sagður fara frítt eftir að hafa spilað nánast kauplaust Birkir Bjarnason, sá leikjahæsti í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, virðist hafa lokið dvöl sinni hjá Viking í Noregi. Hann gæti verið á leið aftur til Ítalíu, á kunnuglegar slóðir. 8.8.2023 14:01
Stólarnir fara til Eistlands Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag. 8.8.2023 13:26
Frakkar flugu áfram Frakkland átti ekki í neinum vandræðum með að slá út Marokkó í 16-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta í dag. 8.8.2023 13:00
Þrjú taka kast fyrir Ísland á HM Einn nýliði er í þriggja manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið fer fram dagana 19.-27. ágúst. 8.8.2023 12:00
Tottenham landaði hollenska varnarmanninum Enska knattspyrnufélagið Tottenham tilkynnti í dag um kaupin á hollenska varnarmanninum Micky van de Ven sem félagið fær frá þýska félaginu Wolfsburg. 8.8.2023 11:17
Úrslitaleikurinn í september vegna árangurs KA Nú er orðið ljóst að úrslitaleikur Mjólkurbikars karla í fótbolta fer ekki fram í ágúst eins og til stóð, heldur verður hann spilaður laugardaginn 16. september, á Laugardalsvelli. 8.8.2023 10:53
Kólumbía braut múrinn mikla og mætir Englandi Jamaíka er úr leik á HM kvenna í fótbolta eftir að hafa fengið á sig aðeins eitt mark á öllu mótinu. Það var annað spútniklið á mótinu, Kólumbía, sem braut múrinn mikla og sló Jamaíku út með 1-0 sigri í 16-liða úrslitum í dag. 8.8.2023 09:57
Ísland í riðli með kunnuglegum andstæðingum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í erfiðum riðli í næstu undankeppni Evrópumótsins en þarf að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. 8.8.2023 09:53