Allir Evrópuleikirnir á Stöð 2 Sport Samningar hafa náðst um að komandi leikir íslensku liðanna í undankeppni Meistaradeildar og Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í júlí verði allir sýndir á Stöð 2 Sport. 5.7.2023 15:04
Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. 5.7.2023 14:46
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5.7.2023 14:03
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5.7.2023 12:56
Engin hætta á að stelpurnar okkar spili í Rússlandi Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið af allan vafa um það að lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2026 muni ekki fara fram í Rússlandi. 4.7.2023 16:00
Komin sjö mánuði á leið á risamóti í golfi Amy Olson hlakkar til að skapa ógleymanlegar minningar á US Open risamótinu í golfi en hún mun spila á mótinu þrátt fyrir að vera ólétt og komin sjö mánuði á leið. 4.7.2023 15:31
Nítján ára bið gæti lokið í kvöld KA og Breiðablik mætast í dag í fyrri undanúrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á Greifavellinum á Akureyri. 4.7.2023 14:01
Tryggvi orðinn leikmaður Bilbao Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í dag kynntur sem nýjasti liðsmaður Surne Bilbao Basket. Hann mun því spila áfram í efstu deild spænska körfuboltans. 4.7.2023 13:03
Hraktist í burtu eftir erjur við stuðningsmenn liðsins Sænski markvörðurinn Hedvid Lindahl, sem hefur leikið nærri 200 landsleiki fyrir Svíþjóð, hefur rift samningi sínum við Djurgården í kjölfar deilna við stuðningsmenn liðsins. 4.7.2023 11:31
Karlalandsliðið á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Allir leikir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verða sýndir á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin. Þetta er meðal atriða í samstarfssamningi Sýnar og Viaplay sem tilkynnt var um í dag. 4.7.2023 10:21