Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Andrea endaði í 35. sæti og Arnar hætti keppni

Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, í Austurríki í dag. Hún var um tíma ansi framarlega en endaði í 35. sæti.

Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust

Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason.

„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“

Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum.

Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu

Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum.

Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr

Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

KSÍ varar við svikahröppum

Eftirspurnin eftir miðum á leik Íslands og Portúgals, í undankeppni EM karla í fótbolta, reyndist svo mikil að uppselt varð á leikinn hálftíma eftir að almenn miðasala hófst. KSÍ varar nú við miðasvindli.

Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu

Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld.

Goðsögnin rekin frá Milan

Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær.

Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár

Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu.

Sjá meira