Þáðu boð tveimur árum eftir að hafa dregið lið sitt úr keppni Kvennalið Snæfells verður á ný með í efstu deild kvenna í körfubolta, Subway-deildinni, á næstu leiktíð eftir að hafa þegið boð þess efnis. 1.6.2023 14:01
„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1.6.2023 13:39
„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“ Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn. 1.6.2023 12:00
Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks. 1.6.2023 11:54
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1.6.2023 10:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 3-0 | Öruggt hjá Garðbæingum Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna. Stjarnan er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. 31.5.2023 21:31
Allan samdi til tveggja ára við Val Valsmenn hafa nú tilkynnt um komu færeyska landsliðsmannsins Allans Norðberg en hann kemur til félagsins eftir að hafa gegn stóru hlutverki í liði KA á liðnum árum. 31.5.2023 16:30
Valur getur hefnt strax í kvöld Það er skammt stórra högga á milli hjá Þrótti og Val en þessi tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta mætast í annað sinn á skömmum tíma í Laugardalnum í kvöld, þar sem Valskonur hafa harma að hefna. 31.5.2023 16:03
Snæfríður í metaham á Möltu Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni á Möltu, á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna á nýju Íslandsmeti í 400 metra skriðsundi í dag. 31.5.2023 15:36
Snæfríður sló Íslandsmetið sitt á Möltu Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann til silfurverðlauna í 100 metra skriðsundi í dag á fyrsta verðlaunadegi Smáþjóðaleikanna á Möltu. Snæfríður kom í bakkann á 55,06 sekúndum og bætti Íslandsmetið sitt í greininni. 30.5.2023 16:47