Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. 22.6.2023 13:01
Höfnuðu aftur risaboði sem hefði fært ÍA hundruð milljóna Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er svo sannarlega eftirsóttur en dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn hafa nú hafnað öðru tilboði í hann, upp á yfir tvo milljarða íslenska króna. 22.6.2023 11:31
Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. 22.6.2023 08:01
„Þetta er heimskuleg spurning“ Alexandra Popp, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta, fékk furðulega spurningu frá blaðamanni í undirbúningi þýska liðsins fyrir HM í næsta mánuði. 21.6.2023 17:01
Hundrað prósent líkur á að Portúgal fari á EM eftir sigurinn í Reykjavík Sigurmark Cristiano Ronaldo gegn Íslandi á Laugardalsvelli í gærkvöld gerir það að verkum að talið er útilokað annað en að Portúgal komist upp úr J-riðli og beint á EM í fótbolta, sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. 21.6.2023 15:30
Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. 21.6.2023 13:00
Ljóst hvað bíður KA og Víkings ef þau vinna Nú hefur verið dregið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þar sem KA og Víkingur spila takist þeim að vinna mótherja sína í 1. umferð. Einnig er aðeins skýrara hvaða liði Breiðablik mætir, falli liðið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. 21.6.2023 12:18
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20.6.2023 22:38
Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20.6.2023 22:23
Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20.6.2023 22:03