Kane fær ekki að spila á Króknum Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 13:06 DeAndre Kane verður ekki með Grindavík á mánudaginn og það er vatn á myllu Tindastóls. vísir/Vilhelm Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30