„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 11:30 Valur Orri Valsson átti gott spjall við sérfræðinga Körfuboltakvölds eftir sigurinn gegn Tindastóli í Smáranum í gærkvöld. Stöð 2 Sport Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira