Klopp segist enn stjóri Liverpool vegna fortíðarinnar Jürgen Klopp segir að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki verið rekinn vegna gengis Liverpool í vetur sé sá árangur sem liðið hafi náð undir hans stjórn í fortíðinni. 3.4.2023 15:46
„Fólk er að missa sig af spennu“ Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. 3.4.2023 15:00
„Fleiri komnir með Kristalssóttina?“ Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg virðast spenntir fyrir framgöngu Kristals Mána Ingasonar á hans fyrstu heilu leiktíð með liðinu, sem hefst eftir slétta viku. 3.4.2023 14:01
Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. 3.4.2023 13:30
Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. 3.4.2023 10:31
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3.4.2023 10:01
Fékk batakveðjur frá Arnari nokkrum dögum áður en hann hvarf Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur hugsað mikið til síns gamla þjálfara Arnars Gunnarssonar undanfarið eftir að Arnar hvarf. 3.4.2023 08:00
Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31.3.2023 15:01
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31.3.2023 12:00
Óskar vill ekki taka við landsliðinu núna: „Heldur ungur í starfi fyrir þetta starf“ Miðað við svör Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, er afar ólíklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. 31.3.2023 11:31