Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. 27.3.2023 11:28
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27.3.2023 10:00
Sjáðu ótrúlegu lokin sem Ásgeir sagði algjört fíaskó „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær. 24.3.2023 12:30
Taldi ráðgjafa KSÍ vilja slá ryki í augu fólks: „Alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljós“ Samskiptastjóri KSÍ ákvað að víkja sæti úr krísustjórnunarteymi sambandsins vegna óánægju sinnar með það hvernig tekist var á við það þegar upp komst um ásakanir á hendur landsliðsmönnum um kynferðislegt ofbeldi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið hafa markvisst reynt að forðast fréttir í kjölfar málsins. 24.3.2023 11:16
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24.3.2023 10:01
Mætti í klefann og lofaði bónusum eftir sigurinn á Íslandi Kollegi Vöndu Sigurgeirsdóttur hjá bosníska knattspyrnusambandinu, Vico Zeljkovic, var heldur betur sigurreifur eftir að Bosnía vann 3-0 sigurinn örugga gegn Íslandi í fyrsta leik í undankeppni EM í gærkvöld. 24.3.2023 07:58
Sjáðu Messi skora 800. markið með viðeigandi hætti Lionel Messi náði einn einum áfanganum í gærkvöld þegar Argentína spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að Messi leiddi liðið að heimsmeistaratitlinum í fótbolta í desember. 24.3.2023 07:30
„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“ Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna. 23.3.2023 22:37
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23.3.2023 22:15
Gunnar stoltur af metum og skýtur á gagnrýnendur Bardagakappinn Gunnar Nelson getur státað sig af tveimur metum eftir nær fullkomna frammistöðu á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. 23.3.2023 11:30