Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. 27.2.2023 12:01
Draumabyrjun Árna sem hefur nú skorað í sjö löndum Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson er strax byrjaður að skora fyrir litháísku meistarana í Zalgiris en hann skoraði tvö mörk í gær þegar liðið vann Kauno Zalgiris í leik um ofurbikarinn. 27.2.2023 10:30
Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari. 27.2.2023 08:01
Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna. 27.2.2023 07:32
„Ég myndi alltaf þiggja þetta“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, sagðist ekki geta annað en verið stoltur af liðinu eftir sigurinn gegn Georgíu í Tbilisi í dag sem þó dugði ekki til að komast á HM. Ísland vann þriggja stiga sigur en þurfti að lágmarki fjögurra stiga sigur til að komast á mótið. 26.2.2023 19:08
Umfjöllun: Georgía - Ísland 77-80 | Einu stigi frá því að fara á HM í fyrsta sinn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var aðeins einu stigi frá því að tryggja sér í dag sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. 26.2.2023 19:00
„Mesta svekkelsi sem ég hef upplifað“ „Ég er í smásjokki. Fá draumaskot til að komast á HM og það klikkaði. Ég get ekki mikið meira sagt en það,“ sagði Elvar Már Friðriksson algjörlega miður sín eftir að HM-draumurinn fjaraði út með grátlegasta hætti sem hugsast getur í Tbilisi í dag. 26.2.2023 18:22
Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. 24.2.2023 16:31
„Hann er bara kaup ársins“ Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda. 24.2.2023 16:00
Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24.2.2023 14:30