Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri

Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari.

Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von

Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna.

„Ég myndi alltaf þiggja þetta“

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, sagðist ekki geta annað en verið stoltur af liðinu eftir sigurinn gegn Georgíu í Tbilisi í dag sem þó dugði ekki til að komast á HM. Ísland vann þriggja stiga sigur en þurfti að lágmarki fjögurra stiga sigur til að komast á mótið.

„Mesta svekkelsi sem ég hef upplifað“

„Ég er í smásjokki. Fá draumaskot til að komast á HM og það klikkaði. Ég get ekki mikið meira sagt en það,“ sagði Elvar Már Friðriksson algjörlega miður sín eftir að HM-draumurinn fjaraði út með grátlegasta hætti sem hugsast getur í Tbilisi í dag.

Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð.

„Hann er bara kaup ársins“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

Sjá meira