Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

KSÍ varar við svikahröppum

Eftirspurnin eftir miðum á leik Íslands og Portúgals, í undankeppni EM karla í fótbolta, reyndist svo mikil að uppselt varð á leikinn hálftíma eftir að almenn miðasala hófst. KSÍ varar nú við miðasvindli.

Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu

Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld.

Goðsögnin rekin frá Milan

Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær.

Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár

Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu.

„Ekki eitt­hvað sem allir for­eldrar myndu leyfa“

Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Fylkir á flesta í U21-landsliðinu

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur valið tuttugu leikmenn fyrir tvo vináttuleiki sem liðið spilar ytra í júní.

„Sagði upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns“

„Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hætti í vinnunni og hefur síðan þá náð hverjum áfanganum á fætur öðrum á hlaupabrautinni.

Sjá meira