Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fínt að deila þessu með honum í smá­stund“

„Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust.

„Ég verð ekkert rosalega stressuð“

Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins.

„Það verða margir með Jóns­dóttir á bakinu“

Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun.

„Mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér“

Sveindís Jane Jónsdóttir leikur á morgun úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, með Wolfsburg gegn Barcelona. Þar gæti hún nýtt ógnarhraða sinn sem heillað hefur meðal annars þjálfara Arsenal.

Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann

Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann.

Sjá meira