Nýjar reglur kalla á aukaleik um sæti í efstu deild eftir sáran endi Tímabilinu í ítölsku A-deildinni í fótbolta er ekki lokið því nú er ljóst að það reynir á nýjar reglur um það þegar lið verða jöfn að stigum í deildinni. Spezia og Hellas Verona mætast því í úrslitaleik um áframhaldandi veru í deildinni. 5.6.2023 16:01
„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. 5.6.2023 12:31
„Ég verð ekkert rosalega stressuð“ Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins. 3.6.2023 09:01
„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. 2.6.2023 22:00
Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2.6.2023 16:18
„Mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér“ Sveindís Jane Jónsdóttir leikur á morgun úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, með Wolfsburg gegn Barcelona. Þar gæti hún nýtt ógnarhraða sinn sem heillað hefur meðal annars þjálfara Arsenal. 2.6.2023 14:00
Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann. 2.6.2023 13:53
Kjóstu besta leikmann maí í Bestu deildinni Fjórir leikmenn eru tilnefndir sem besti leikmaður maí í Bestu deild kvenna í fótbolta og nú geta lesendur Vísis kosið um hver þeirra skaraði fram úr. 2.6.2023 11:31
„Held að Cessa hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer“ Glódís Perla Viggósdóttir segir ánægjulegt hve samheldnin sé mikil hjá þýska stórveldinu Bayern München en leikmenn kvenna- og karlaliðs félagsins fögnuðu saman meistaratitlum sínum um liðna helgi. 2.6.2023 10:00
Banna tveimur bestu mönnum Íslands að fara á EM Afar ólíklegt er að Ísland geti teflt fram tveimur af sínum allra bestu leikmönnum á Evrópumóti U19-landsliða karla í fótbolta í næsta mánuði. 2.6.2023 08:31