Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8.5.2023 14:58
Toppliðið fær meistarana í heimsókn og Lengjudeildarlið fer áfram Að minnsta kosti eitt lið úr næstefstu deild verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en það varð ljóst þegar dregið var í 16-liða úrslit í dag. Einn stórleikur er á dagskrá. 8.5.2023 12:45
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8.5.2023 11:00
Margrét, Thelma og Valgarð örugg inn á HM Þrír Íslendingar hafa nú fengið sæti á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerpen í Belgíu dagana 30. september til 8. október í haust. 5.5.2023 16:30
„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. 5.5.2023 12:35
Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5.5.2023 11:30
Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. 5.5.2023 11:12
Sjáðu öll mörkin, múrinn brotna og skallann frá þeim markahæsta Víkingar náðu að halda marki sínu hreinu í 425 mínútur áður en þeir fengu loks á sig mark í gærkvöld. Þeir unnu samt 4-1 sigur gegn Keflavík, í Bestu deildinni í fótbolta, á meðan að Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin úr 5. umferð má nú sjá á Vísi. 5.5.2023 09:30
Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. 5.5.2023 08:00
Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. 5.5.2023 07:31