Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björg­vin Páll strax kallaður aftur í lands­liðið

Viktor Gísli Hallgrímsson verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Grikkjum í undankeppni EM, vegna meiðsla. Björgvin Páll Gústavsson hefur því verið kallaður inn í hans stað. Meiðslalisti íslenska liðsins er orðinn óhemju langur.

Trump fékk gull­lykil og sagði tolla­stríðið auka spennu fyrir HM

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi.

Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist

Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics sem batt enda á átta leikja sigurgöngu LA Lakers í gærkvöld, með 111-101 sigri í uppgjöri þessara fornu fjenda í NBA-deildinni í körfubolta.

Danski dómarinn aftur á börum af velli

Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Full­kominn bikar­dagur KA

KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki með sigri gegn HK og afrekaði því það sama og karlalið HK fyrr í dag, á úrslitadegi Kjörísbikarsins.

Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum

ÍR missti sigurinn úr höndunum á lokamínútu leiksins við ÍBV í Eyjum í dag, í Olís-deild karla í handbolta, er liðin gerðu 33-33 jafntefli. Haukar unnu risasigur gegn botnliði Fjölnis, 37-18, í Grafarvogi.

Sjá meira