Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. 10.1.2025 16:47
MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Bandaríska fótboltadeildin, MLS, neyddist til að biðjast afsökunar eftir að hafa ranglega fullyrt á vef sínum að japanski leikmaðurinn Kyogo Furuhashi væri genginn til liðs við Atlanta United. 10.1.2025 15:17
„Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum. 10.1.2025 12:32
Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10.1.2025 11:55
Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. 10.1.2025 08:03
Allt jafnt fyrir lokadaginn Gunnlaugur Árni Sveinsson og Svíinn Algot Kleen urðu að sætta sig við tvö töp í dag, á öðrum degi Bonallack-bikarsins í golfi. Staðan er engu að síður jöfn í keppninni, sem er á milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu og Eyjaálfu. 9.1.2025 15:17
Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. 9.1.2025 14:00
„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. 9.1.2025 12:05
Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Þrjú sænsk félög hafa sýnt því áhuga að fá Arnór Sigurðsson, landsliðsmann í fótbolta, frá Blackburn. Samningur Arnórs við enska félagið rennur út í sumar. 9.1.2025 11:32
Arnar fundar með KSÍ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. 9.1.2025 10:58