Enski boltinn

Þrír leikir í enska: Drauma­byrjun Outtara en gömlu fé­lagarnir unnu líka

Sindri Sverrisson skrifar
Dango Ouattara fagnar fyrsta marki sínu fyrir Brentford.
Dango Ouattara fagnar fyrsta marki sínu fyrir Brentford. Getty/Vince Mignott

Dýrasti leikmaður í sögu Brentford, Dango Ouattara, skoraði strax í fyrsta leik sínum fyrir félagið í dag þegar hann gerði sigurmarkið gegn Aston Villa. Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ouattara skoraði eina markið þegar Brentford vann Villa, á tólftu mínútu, og tryggði liðinu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu. Villa-menn eru hins vegar bara með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og hafa enn ekki skorað mark.

Bournemouth vann einnig 1-0 sigur, gegn Wolves sem líkt og Villa hefur ekki skorað á leiktíðinni því liðið tapaði 4-0 gegn Manchester City í fyrsta leik. Marcus Tavernier skoraði markið strax á fjórðu mínútu, þó það gæti verið skráð sem sjálfsmark, eftir sendingu frá Antoine Semenyo. Toti Gomes, fyrirliði Wolves, fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik.

Þriðji sigurinn kom svo hjá Burnley gegn Sunderland í nýliðaslag, 2-0. Josh Cullen skoraði fyrra í upphafi seinni hálfleiks og Jaidon Anthony skoraði eftir skyndisókn í lokin, og innsiglaði afar dýrmætan sigur.

Fyrr í dag vann Tottenham 2-0 sigur gegn Manchester City á útivelli en lokaleikur dagsins er svo á milli Arsenal og Leeds í Lundúnum.


Tengdar fréttir

Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs

Tottenham Hotspur heldur áfram fullkominni byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, undir stjórn Thomas Frank, en liðið vann Manchester City á útivelli í dag, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×