Fékk yfir sig olíugusu við tökur á sjónvarpsþáttum Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston var við tökur á sjónvarpsþáttunum The Morning Show í New York-borg um helgina þegar hún fékk yfir sig gusu af olíu. 29.7.2024 23:29
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29.7.2024 22:31
Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. 29.7.2024 22:09
Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29.7.2024 21:42
Þyrlusveitin sinnti óvanalegu útkalli á Helgafelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu á Helgafell í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir óvanalegt þyrlusveitin sé kölluð í svo stutt flug. 29.7.2024 19:56
„Smá stress en alltaf jafn skemmtilegt“ að elda ofan í Ramsay Þriðja árið í röð lét stjörnukokkurinn Gordon Ramsay sjá sig á veitingastaðnum Þrastalundi í Grímsnesi í dag. Eigandi staðarins segir örlítið kvíðavaldandi en alltaf jafn gaman að fá Ramsay í heimsókn. 29.7.2024 19:16
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29.7.2024 18:38
Mælir gegn notkun á teflonvörum Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. 29.7.2024 18:16
Taumlaus græðgi, hlaup og umdeild bílakaup Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga. 29.7.2024 18:11
Vatnshæð lækkar áfram en hlaupið ekki alveg búið Rafleiðni í Skálm minnkar enn hægt og rólega eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í gær. Óvissustig Almannavatna er enn í gildi á svæðinu. 28.7.2024 23:47