Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. 17.7.2024 18:50
Viðgerðir á meðan búist er við gosi og skötuveisla um hásumar Hefja á viðgerðir á götum í Grindavík á næstu dögum þrátt fyrir að búist sé við gosi á allra næstu vikum og þá jafnvel innan bæjarins. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2, kynnum okkur fyrirhugaðar framkvæmdir og ræðum við jarðfræðing. 17.7.2024 18:19
Hinn látni í Suðursveit ungur pólskur maður Göngumaðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var 22 ára pólskur maður sem starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. 17.7.2024 18:15
Hengdu Palestínufána á Hallgrímskirkjuturn Baráttusamtökin No Borders hengdu Palestínufána á Hallgrímskirkjuturn í dag. Var þetta gert til að vekja athygli á framferði Ísraelshers á Gasa og krefja stjórnvöld um aðgerðir í tengslum við Palestínumenn. 17.7.2024 17:49
Áföstu tapparnir stóðust ekki gæðapróf Á næstu dögum og vikum verður íþróttadrykkurinn Powerade tímabundið seldur með hefðbundnum flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút, eða sporttappans svokallaða, sem hefur prýtt flöskuna hingað til. 17.7.2024 17:12
Grunar að Íranir hafi skipulagt morð á Trump fyrir atburði vikunnar Öryggisgæsla í kring um Donald Trump var fyrir nokkrum vikum aukin þegar bandarísk yfirvöld komust á snoðir um að yfirvöld í Íran hafi ætlað að ráða Trump af dögum. 17.7.2024 00:11
„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góðvild fólks“ Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. 16.7.2024 23:46
Grátlegt að veiðarnar séu kallaðar af meðan sjórinn er fullur af fiski Síðasti dagur strandveiða er í dag og öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir sjóinn fullan af fiski og grátlegt sé að tímabilinu sé lokið. 16.7.2024 20:00
Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 16.7.2024 19:01
Falska söngkonan á leið í meðferð Ingrid Andress, kántrísöngkonan sem flutti Bandaríska þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas í gær og hlaut vægast sagt dræmar undirtektir, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist ætla í meðferð eftir atburði gærdagsins. 16.7.2024 18:24