Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11.7.2024 11:53
Hiti yfir 46 stigum fimm daga í röð Í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum hefur hiti mælst hærri en 46 stig fimm daga í röð. Er þetta metfjöldi samfelldra daga þar sem hiti mælist svo hár í borginni. 10.7.2024 23:15
Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10.7.2024 22:06
Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. 10.7.2024 20:34
Gríðarlega gefandi að fá að hitta aðra í sömu sporum Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur sumargleði í Viðey í kvöld. Verkefnastjóri hjá félaginu segir gríðarlega mikilvægt að félagsmenn fái tækifæri til að vera í kringum hvern annan, og starfsemi Krafts gefi þeim það tækifæri. 10.7.2024 19:44
Clifford handtekinn Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. 10.7.2024 17:50
Draga ákærur á hendur Towley til baka Lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dregið til baka ákæru á hendur írsku konunni Tori Towley, sem var ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í síðasta mánuði. 10.7.2024 17:27
Gefa út handtökuskipun á hendur ekkju Navalnís Dómstóll í Moskvu hefur gefið út handtökuskipun á hendur Yuliu Navalnaíu, ekkju Alexei Navalní pólitíska andstæðings Pútíns. 9.7.2024 17:16
Myndir: Dýrðardagur á Snæfellsnesi Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. 9.7.2024 14:20
Nota skuli sólarvörn þegar UV-stuðullinn fer upp í þrjá Styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu nær um þessar mundir hámarki hér á landi. Geislavarnir ríkisins minna á hinn svokallaða UV-stuðul sem segir til um styrk geislunarinnar, og mælast til að fólk gæti varúðar þegar nú þegar styrkurinn mælist mikill. 9.7.2024 13:28