Innlent

Svartaþoka gerir þyrlusveit í út­kalli erfitt fyrir

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynning um veikan göngumann barst um tvöleytið. 
Tilkynning um veikan göngumann barst um tvöleytið.  Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. 

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

„Það er bæði hvasst og svartaþoka á svæðinu þannig að þetta er samstarfsverkefni björgunarsveitafólks, þyrlusveitarinnar og annarra viðbragðsaðila, að finna bestu lausnina. Því þegar skýjahæð er svona lág er erfitt fyrir þyrluna að athafna sig,“ segir Ásgeir. 

Viðkomandi verði síðan fluttur á sjúkrahús.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitina Dagrenning á Hvolsvelli, flugbjörgunarsveitina á Hellu og Víkverja í Vík í Mýrdal koma að útkallinu. Um tuttugu björgunarsveitarmenn hafi verið kallaðir út. 

„Eins og staðan er núna eru björgunarsveitirnar að flytja þyrlulækninn og einn annan úr áhöfn þyrlunnar í bíl inn á hálsinn en fyrstu sveitirnar eru réttókomnar á staðinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×