Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. 10.12.2024 22:59
Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Aldís Amah Hamilton leikkona hefur verið tilnefnd til tölvuleikjaverðlauna BAFTA fyrir leik sinn í tölvuleiknum Senua’s Saga: Hellblade II sem besti leikari í aukahlutverki. 10.12.2024 21:18
Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. 10.12.2024 20:10
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10.12.2024 19:35
Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. 10.12.2024 18:33
Óviss með framtíð sína innan Pírata Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir flokkinn þurfa að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð næstu árin. Hún sé þó ekki viss hvort hún taki þátt í því verkefni. 1.12.2024 16:59
Eldur í íbúð í Vesturbergi Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í íbúðahúsi í Vesturbergi í Breiðholti á fjórða tímanum í dag. 1.12.2024 16:04
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Viðburðarík kosningahelgi er senn á enda. Klisjan um að hvað sem er geti skeð í beinni útsendingu átti svo sannarlega við í kosningasjónvarpi gærkvöldsins. 1.12.2024 15:46
„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. 1.12.2024 14:49
Gular viðvaranir í borginni og víðar Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Miðhálendi og Suðurlandi seinni partinn á mánudaginn. 1.12.2024 13:29