Spáir sól um allt land í vikunni Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. 10.6.2024 20:51
Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. 10.6.2024 19:36
Rænulaus maður á almannafæri reyndist ferðamaður í sólbaði Lögreglu var í dag tilkynnt um mann sem var sagður liggja rænulaus á almannafæri í Reykjavík. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður að sólbaða sig í góða veðrinu. 10.6.2024 17:46
Borgar 760 þúsund fyrir flísalögn sem átti að kosta þrjár milljónir Ófaglærðum verktaka sem rukkaði viðskiptavin sinn um þrjár milljónir fyrir flísalögn hefur verið gert að gjörlækka greiðslukröfu sína til viðskiptavinarins, niður í 760 þúsund krónur. 9.6.2024 08:01
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7.6.2024 15:53
Umsóknum í HA fjölgaði um tuttugu prósent á tveimur árum Umsóknum í Háskólann á Akureyri fjölgaði um tuttugu prósent frá árinu 2022 og sjö prósent frá síðasta ári. Þá var mikil fjölgun umsókna um nám við kennaradeild skólans. 7.6.2024 11:54
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7.6.2024 11:16
Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. 7.6.2024 10:27
Tungumálastuðningur lykillinn að bættri stöðu drengja í skólakerfinu Fjölbreyttari áskoranir, stuðningur sem mætir kröfum drengja, skýr tilgangur og tungumálastuðningur eru lykilatriði að bættri stöðu drengja í skólakerfinu samkvæmt skýrslu á vegum tveggja ráðuneyta sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. 6.6.2024 16:30
Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 6.6.2024 15:56