Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 18:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Haag á leiðtogafundi NATO. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira