Flaug í einkaflugi með Støre Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2025 11:42 Kristrún hefur sótt tíu opinbera fundi á alþjóðavettvangi og farið í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti. Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu, þar sem sundurliðaðar eru allar opinberar ferðir hennar, hve langar þær voru og með hvaða flugfélagi var flogið. Fundir óvenjutíðir Athygli vekur að hluta leiða sinna til og frá Kænugarði á minningarathöfn vegna stríðsins í Úkraínu flaug Kristrún í einkaflugi með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs. Saman flugu þau frá Ósló til Póllands og til baka í einkaflugi. Ferðast var með lest milli Póllands og Kænugarðs. Samkvæmt svari ráðuneytisins hefur Kristrún oftast flogið með Icelandair í opinberum ferðum sínum, eða í átta flugferðum af 22. Þá hefur hún einu sinni flogið með Play, í þrígang með SAS, tvígang með KLM og einu sinni með öðrum evrópskum flugfélögum. Fundir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi hafa verið óvenjutíðir undanfarna mánuði þar sem miklar vendingar hafa orðið í alþjóðamálum, sér í lagi í tengslum við stríð og varnarmál. Allar ferðir Kristrúnar voru einnar til fjögurra nátta. Sótti Færeyjar heim í þrjá daga Fyrsta ferð Kristrúnar í embætti var um miðjan febrúar á öryggismálaráðstefnu í München. Síðar í þeim mánuði sótti hún áðurnefndan fund í Kænugarði og sótti í leið fund SAMAK – samráðsnefndar jafnaðarflokka og alþýðusambanda á Norðurlöndum, og fund með sendiherrum Norðurlanda gagnvart Íslandi í Ósló. Í lok mars fór Kristrún til Parísar á leiðtogafund um málefni Úkraínu og í byrjun apríl sótti hún fundi með forseta framkvæmdastjórnar ESB og forseta leiðtogaráðs ESB Í Brussel. Í byrjun maí fór Kristrún á leiðtogafund JEF-ríkjanna í Ósló og hélt síðan í þriggja daga opinbera vinnuheimsókn til Færeyja. Þá sótti hún leiðtogafund EPC í Tirana í Albaníu um miðjan maí. Í lok maí sló Kristrún þrjár flugur í einu höggi og sótti sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Turku í Finnlandi, fund með forsætisráðherra Hollands í Haag og fund með framkvæmdastjóra NATO í Brussel. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Utanríkismál Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu, þar sem sundurliðaðar eru allar opinberar ferðir hennar, hve langar þær voru og með hvaða flugfélagi var flogið. Fundir óvenjutíðir Athygli vekur að hluta leiða sinna til og frá Kænugarði á minningarathöfn vegna stríðsins í Úkraínu flaug Kristrún í einkaflugi með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs. Saman flugu þau frá Ósló til Póllands og til baka í einkaflugi. Ferðast var með lest milli Póllands og Kænugarðs. Samkvæmt svari ráðuneytisins hefur Kristrún oftast flogið með Icelandair í opinberum ferðum sínum, eða í átta flugferðum af 22. Þá hefur hún einu sinni flogið með Play, í þrígang með SAS, tvígang með KLM og einu sinni með öðrum evrópskum flugfélögum. Fundir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi hafa verið óvenjutíðir undanfarna mánuði þar sem miklar vendingar hafa orðið í alþjóðamálum, sér í lagi í tengslum við stríð og varnarmál. Allar ferðir Kristrúnar voru einnar til fjögurra nátta. Sótti Færeyjar heim í þrjá daga Fyrsta ferð Kristrúnar í embætti var um miðjan febrúar á öryggismálaráðstefnu í München. Síðar í þeim mánuði sótti hún áðurnefndan fund í Kænugarði og sótti í leið fund SAMAK – samráðsnefndar jafnaðarflokka og alþýðusambanda á Norðurlöndum, og fund með sendiherrum Norðurlanda gagnvart Íslandi í Ósló. Í lok mars fór Kristrún til Parísar á leiðtogafund um málefni Úkraínu og í byrjun apríl sótti hún fundi með forseta framkvæmdastjórnar ESB og forseta leiðtogaráðs ESB Í Brussel. Í byrjun maí fór Kristrún á leiðtogafund JEF-ríkjanna í Ósló og hélt síðan í þriggja daga opinbera vinnuheimsókn til Færeyja. Þá sótti hún leiðtogafund EPC í Tirana í Albaníu um miðjan maí. Í lok maí sló Kristrún þrjár flugur í einu höggi og sótti sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Turku í Finnlandi, fund með forsætisráðherra Hollands í Haag og fund með framkvæmdastjóra NATO í Brussel.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Utanríkismál Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira