Vinskapurinn og gleðin staðið upp úr Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. 4.5.2024 21:16
Mörg hundruð manns á opnun kosningamiðstöðvar Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningamiðstöð sinni við Tryggvagötu 21 í dag. Fjöldi fólks lét sjá sig. 4.5.2024 20:41
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4.5.2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4.5.2024 18:51
Sló til starfsmanns og beit viðskiptavin Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 4.5.2024 17:04
Mikið fjör á opnun kosningaskrifstofu Gnarr Fjöldi fólks lét sjá sig þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti 11 í dag. Boðið var upp á kræsingar og skemmtiatriði í tilefni opnunarinnar. 1.5.2024 23:13
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1.5.2024 23:00
Stutt í næsta gos komi til gosloka Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. 1.5.2024 22:01
„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. 1.5.2024 20:03
Vilja endurupptöku í máli Weinstein Saksóknarar kröfðust endurupptöku yfir Harvey Weinstein í yfirheyrslu í Manhattan-borg í dag eftir að áfrýjunardómstóll sneri við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. 1.5.2024 19:35