Taka húfurnar úr sölu: Harma að „misheppnað grín“ hafi komið illa við fólk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:16 Hér má sjá umrædda derhúfu. Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að taka umdeildar derhúfur sem á stendur „Make Grindavík Great Again“ úr sölu. Félagið harmar umræðuna sem salan á húfunum hefur skapað og segir um misheppnað grín að ræða. Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni. Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni.
Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52