Ógnaði dyravörðum skemmtistaðar með hníf Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar 2.3.2024 07:20
Tveir ákærðir fyrir morð í sigurgöngu Kansas City Chiefs Tveir karlmenn eru ákærðir fyrir morð eftir að kona lét lífið og 22 særðust í skotárás í lestarstöð nærri sigurgöngu ameríska fótboltaliðsins Kansas City Chiefs síðasta miðvikudag, fjórum dögum eftir að ofurskálin fór fram. 20.2.2024 23:53
Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. 20.2.2024 23:08
Smitandi pest í skemmtiferðaskipi: Íslenskt veitingafólk gáttað á lélegum sóttvörnum Íslensk hjón, sem reka hótel og veitingastað í Flóahreppi, furðuðu sig á lélegum smitvörnum á skemmtiferðaskipi þegar magapest geisaði um borð á dögunum, svo mjög að yfirmaður veitingastaðanna um borð fékk frá þeim tiltal. 20.2.2024 21:41
Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. 20.2.2024 20:20
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20.2.2024 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. 20.2.2024 17:48
Sólveig Anna sjálfkjörin formaður næstu tvö árin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er sjálfkjörinn formaður Eflingar kjörtímabilið 2024 til 2026. 20.2.2024 17:40
Íslenskir bændur upplifi meiri einkenni þunglyndis og streitu Niðurstöður nýrrar rannsóknar á líðan og seiglu íslenskra bænda benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. 16.2.2024 23:04
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16.2.2024 23:01