Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. 22.7.2024 07:15
Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. 18.7.2024 09:01
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17.7.2024 23:53
Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. 17.7.2024 21:38
Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. 17.7.2024 20:35
Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. 17.7.2024 18:50
Viðgerðir á meðan búist er við gosi og skötuveisla um hásumar Hefja á viðgerðir á götum í Grindavík á næstu dögum þrátt fyrir að búist sé við gosi á allra næstu vikum og þá jafnvel innan bæjarins. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2, kynnum okkur fyrirhugaðar framkvæmdir og ræðum við jarðfræðing. 17.7.2024 18:19
Hinn látni í Suðursveit ungur pólskur maður Göngumaðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var 22 ára pólskur maður sem starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. 17.7.2024 18:15
Hengdu Palestínufána á Hallgrímskirkjuturn Baráttusamtökin No Borders hengdu Palestínufána á Hallgrímskirkjuturn í dag. Var þetta gert til að vekja athygli á framferði Ísraelshers á Gasa og krefja stjórnvöld um aðgerðir í tengslum við Palestínumenn. 17.7.2024 17:49
Áföstu tapparnir stóðust ekki gæðapróf Á næstu dögum og vikum verður íþróttadrykkurinn Powerade tímabundið seldur með hefðbundnum flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút, eða sporttappans svokallaða, sem hefur prýtt flöskuna hingað til. 17.7.2024 17:12
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti