Styttri leið úr IKEA einungis tímabundin Glöggir viðskiptavinir IKEA hafa tekið eftir að leiðin að afgreiðslukassa verslunarinnar og út er talsvert styttri en vanalega. Þó er ekki um að ræða langtímabreytingu heldur einungis tímabundna lausn til þess að standast reglur um eldvarnir meðan á framkvæmdum stendur. 27.1.2024 14:59
Búið að opna heiðina Búið er að opna Holtavörðuheiði á nýjan leik en henni var lokað á öðrum tímanum vegna veðurs. 27.1.2024 13:32
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27.1.2024 12:14
Holtavörðuheiði gæti lokast með stuttum fyrirvara Óvissustig er í gildi á Holtavörðuheiði. Vegagerðin varar við að hún gæti lokast með stuttum fyrirvara meðan versta veðrið gengur yfir í dag. 27.1.2024 10:49
Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27.1.2024 10:31
Appelsínugul viðvörun og hviður fyrir austan yfir 35 metrar á sekúndu Gular viðvaranir taka gildi í nótt um mest allt land Appelsínugulri viðvörun hefur verið spáð á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Spáð er sunnan 20-28 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metrum á sekúndu fyrir austan. 24.1.2024 23:32
Sádi-Arabar opna fyrstu áfengisverslunina í sjötíu ár Til stendur að opna fyrstu áfengisverslunina í Sádi-Arabíu í meira en sjötíu ár. Þar mun diplómötum sem ekki eru múslimar standa til boða að versla sér áfengi í hóflegu magni. 24.1.2024 22:31
Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. 24.1.2024 21:30
Einlægur samningsvilji ekki dugað til Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. 24.1.2024 19:41
Væntanlegir snjallgámar Sorpu eiga að tryggja tímanlega losun Starfsmenn Sorpu munu á næstu vikum koma fyrir skynjurum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu sem eiga að tryggja að gámarnir verði losaðir tímanlega. 24.1.2024 18:43