Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13.12.2023 00:16
Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12.12.2023 23:05
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12.12.2023 22:11
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12.12.2023 20:52
Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. 12.12.2023 19:46
Notkun hljóðbóka stóraukist en lestur dregist saman Notkun hljóðbóka hefur aukist um 145 prósent á síðustu sex árum hérlendis á meðan lestur bóka hefur dregist saman um sautján prósent samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 12.12.2023 17:38
Fundi lauk án árangurs og verkfall á fimmtudag Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda. 12.12.2023 17:26
Framkvæmdastjóri segir umbætur tryggðar en Einar vill stjórnina út Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. 10.12.2023 17:58
Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. 10.12.2023 16:18
Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. 10.12.2023 11:52