Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10.12.2023 10:04
Afreksíþróttir, krónan, PISA og Cop28 í Sprengisandi Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru afreksstarf í íþróttum, íslenska krónan sem gjaldmiðill, PISA-könnunin og Cop28 ráðstefnan sem haldin var í Dubai á dögunum. 10.12.2023 09:26
Hafnaði boði forsætisráðuneytisins vegna afstöðuleysis í Palestínumálum Þórdísi Helgadóttur rithöfundi barst boð um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi í forætisráðuneytinu næstkomandi mánudag. Hún segist hafa hafnað boðinu á grundvelli aðgerðaleysis ráðuneytisins í málefnum Palestínu. 5.12.2023 08:24
„Mín ábyrgð er talsverð“ Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. 4.12.2023 23:00
Uppnám vegna Gyrðis sem aldrei ætlar að sækja um aftur Athygli vakti í dag þegar í ljós kom að Gyrðir Elíasson rithöfundur hlyti ekki styrk úr launasjóði rithöfunda að þessu sinni. Útgefandi Gyrðis segir hann ekki ætla að sækja um listamannalaun að nýju. Hann segist skynja að stuðningur við höfunda á miðjum aldri fari minnkandi í tengslum við launasjóðinn. 4.12.2023 22:08
„Þetta er vond stjórnsýsla“ Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. 4.12.2023 20:30
Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. 4.12.2023 18:22
Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. 1.12.2023 11:50
Cheers og ER leikkonan Frances Sternhagen látin Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri. 29.11.2023 23:35
Síðustu fangaskipti vopnahlésins að ganga í gegn Hamas hefur látið sextán gísla lausa í skiptum fyrir þrjátíu Palestínska fanga í að öllum líkindum síðustu fangaskiptum vopnahlésins sem nú gengur yfir á Gasaströndinni. 29.11.2023 23:08