Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. desember 2024 23:14 Tilkynnt var um andlát manns á fertugsaldri sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Ríkisútvarpið greinir frá, en í ákæru héraðssaksóknara er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum karlmanni þannig að hann hlaut bana af, en atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama hins látna. Meðal annars hafi árásarmaðurinn slegið hann tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk í gólfið. Hinn látni hafi hlotið af fjölþætta áverka á gagnauga, hvirfil- og hnakkasvæði, hálsi og andliti. Þá hafi hann hlotið mikla og útbreidda áverka á heilavef, litla heila og heilastofni. Maðurinn hafi látist af völdum heilaáverka. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hinn ákærði er sá eini úr þeim hópi sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur hann viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins, en neitar þrátt fyrir það að hafa valdið þeim áverkum sem fundust á líki hins látna. Mennirnir fimm eru allir frá Litháen og voru í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis að byggja annað sumarhús í grenndinni þegar atvikið varð. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20 Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47 Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá, en í ákæru héraðssaksóknara er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum karlmanni þannig að hann hlaut bana af, en atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama hins látna. Meðal annars hafi árásarmaðurinn slegið hann tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk í gólfið. Hinn látni hafi hlotið af fjölþætta áverka á gagnauga, hvirfil- og hnakkasvæði, hálsi og andliti. Þá hafi hann hlotið mikla og útbreidda áverka á heilavef, litla heila og heilastofni. Maðurinn hafi látist af völdum heilaáverka. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hinn ákærði er sá eini úr þeim hópi sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur hann viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins, en neitar þrátt fyrir það að hafa valdið þeim áverkum sem fundust á líki hins látna. Mennirnir fimm eru allir frá Litháen og voru í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis að byggja annað sumarhús í grenndinni þegar atvikið varð.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20 Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47 Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20
Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47
Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57