Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. 5.8.2025 21:26
Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. 5.8.2025 20:36
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5.8.2025 20:13
Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 5.8.2025 18:46
Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. 1.8.2025 12:59
Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng. 1.8.2025 11:53
Forstjóraskipti hjá Ice-Group Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. 1.8.2025 11:36
Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. 1.8.2025 09:11
Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu. 1.8.2025 07:48
Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg. 1.8.2025 07:31