Thomas Frank hrifinn af íslenskum útivistarfatnaði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er augljóslega hrifinn af íslenskri fatahönnun frá 66°Norður. Hann klæddist jakkanum Öxi frá merkinu á hliðarlínunni í gær þar sem hann stýrði knattspyrnuliðinu Brentford gegn Burnley í Lundúnum. 22.10.2023 18:28
Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. 21.10.2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21.10.2023 22:43
Tim Burton og Matrix-stjarnan Monica Bellucci nýtt par Kvikmyndagerðarmaðurinn Tim Burton og ítalska stórleikkonan Monoca Bellucci eru eitt nýjasta par Hollywood. 21.10.2023 21:38
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21.10.2023 20:37
Lögreglu tilkynnt um særða gæs Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um særða gæs í Árbæ í Reykjavík í dag. 21.10.2023 17:55
Tótla hættir hjá Samtökunum '78 Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78, hefur tilkynnt að hún ætli að hætta störfum hjá samtökunum. 21.10.2023 17:43
Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. 18.10.2023 23:53
Tveir úr peningastefnunefnd vildu hækka stýrivexti Tveir meðlimir peningastefnunefndar vildu hækka stýrivexti um 0,25 prósent þegar nefndin fundaði í upphafi mánaðar. Nefndin tilkynnti óbreytta stýrivexti þann 4. október síðastliðinn. 18.10.2023 20:43
Vopnað rán í Breiðholti Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í hverfi 109 í morgun. Ræninginn tæmdi peningaskáp sem innihélt uppgjör gærdagsins. Málið er í skoðun. 18.10.2023 19:37