Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leifur Andri og Hug­rún trú­lofuð

Knattspyrnukappinn Leifur Andri Leifsson, og Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eru trúlofuð. Frá þessu greinir Hugrún í einlægri færslu á Instagram. 

Fyrstu skrefin tekin á sama stað og sím­talið um fæðinguna barst

Leikkonan María Birta Fox birti hjartnæma færslu á Instagram í vikunni þar sem hún rifjaði upp þegar hún og eiginmaður hennar, myndlistarmaðurinn Elli Egilsson Fox, fengu símtalið um að yngri dóttir þeirra Naja væri komin í heiminn. Á sama stað rétt rúmu ári síðar tók dóttirin sín fyrstu skref.

Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar

Liðin vika var litrík og gleðileg þegar Hinsegin dagar fóru fram með pompi og prakt. Regnbogafánar blöktu, tónlist ómaði um götur Reykjavíkur og myndir úr Gleðigöngunni fylltu samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Sætar og seiðandi ein­hleypar sumarskvísur

Akkúrat núna eru óvenjumargar stórglæsilegar og sjarmerandi konur á lausu. Í tilefni þess hefur Lífið á Vísi, með dyggri aðstoð álitsgjafa sem telja sig hafa puttann á púlsinum, tekið saman lista yfir konur sem eru hver annarri glæsilegri og kunna að njóta lífsins til fulls.

Eftir­lætis náttúru­perlur Ásu Steinars

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars birti nýverið færslu á Instagram þar sem hún deilir níu náttúruperlum á Íslandi sem hún telur ómissandi fyrir ferðamenn. Áfangastaðirnir endurspegla bæði fjölbreytileika og fegurð landsins – allt frá heitum laugum og íshellum til siglingar til Vestmannaeyja í lundaskoðun.

Barbie dúkka með sykur­sýki týpu eitt

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins.

Próteinbollur að hætti Gumma kíró

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti.

Katrín og Þor­gerður gáfu syninum nafn

Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn fékk nafnið Sólbjörn.

Ás­laug Arna kom sér fyrir á innan við viku

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni í New York í Bandaríkjunum. Hún setti sér það markmið að koma sér fyrir á innan við viku sem henni tókst með glæsibrag.

Skákborðsréttir nýjasta matartískan

Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig.

Sjá meira