Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert.

Skoða ekki persónuleg samskipti lögreglumanna „um daginn og veginn“

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ritað öllum lögreglumönnum í landinu bréf þar sem áréttað er að nefndin hlusti ekki eftir persónulegum samskiptum á milli lögreglumann „um daginn og veginn“ þegar nefndin skoðar efni úr búkmyndavélum lögreglumannna vegna kvartana yfir störfum þeirra.

Skiluðu inn minnisblaði til ráðherra

Tuttugu og sjö sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, þar af sex á gjörgæslu og eru fimm þeirra bólusettir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Már Kristjánsson yfirlæknir hafa skilað inn minnisblaði til ráðherra um stöðu mála á Landspítalanum í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir.

Mynd sýnir þétt­pakkaða her­flutninga­vél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afgan­istan

Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan.

Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.

Nýjasta gosopið í góðum gír

Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum.

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Sjá meira