Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16.8.2021 18:35
Nokkuð ljóst að sjálfstætt gosop hafi myndast Nokkuð ljóst er að sjálfstætt gosop hafi myndast rétt við megingíg eldgossins við Fagradalsfjall. Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum. 16.8.2021 18:21
Girða fyrir allar smugur eftir að barn slapp út Gengið verður vel úr skugga um að það endurtaki sig ekki að leikskólabarn sleppi út af leikskólalóð Lundarsels á Akureyri eftir að leikskólabarn slapp út um hlið á leikskólalóðinni í gær. Barnið fannst skömmu eftir að það slapp út á íþróttasvæði KA, skammt frá leikskólanum. 12.8.2021 14:05
Smit frestar aðalfundi Pírata Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni. 12.8.2021 12:39
Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12.8.2021 10:47
Eldgosið í góðum gír nú í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í góðum gír núna í morgun. Sjá má glóandi hraunið bubbla í gígnum og renna í stríðum straumum út frá honum. 12.8.2021 08:37
Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg. 12.8.2021 07:01
Afhjúpa hvernig glæpamenn geta keypt ensk knattspyrnulið til að þvætta illa fengið fé Ef marka má rannsókn rannsóknarblaðamanna Al Jazeera geta glæpamenn keypt enskt knattspyrnulið með það að markmiði að þvætta illa fengið fé. 11.8.2021 14:30
Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. 10.8.2021 15:24
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10.8.2021 13:55