Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum.
Greindi Páll frá því í gær á Facebook að hefja ætti niðurrifið klukkan tvö í dag.
Skessuhorn segir hins vegar frá því að fulltrúar Borgarbyggðar hafi boðað alla aðila málsins á fund sem átti að hefjast klukkan átta í morgun.
Er markmiðið að gera lokatilraun til að ná sáttum í deilunni um Legsteinasafnið, en að því er fram kemur höfðu allir deiluaðilar í málinu boðað komu sína á fundinn.